Förðunarnámskeið með I L U V S A R A H I I

 

 

makeup - 1 of 12 

í gær fór ég á glæsilegt förðunarnámskeið með hinni einu sönnu Karen Sarahi Gonzales, betur þekkt sem ILUVSARAHII. Karen er frá Los Angeles og vinnur þar sem förðunarfræðingur fyrir sjónvarp, kvikmyndir, tísku, brúðkaup og sjónvarpsstöðina E!. Hún er brjálæðislega fyndin týpa, með mikinn húmor fyrir sjálfri sér og öðrum. Það er ekki oft sem maður hittir einstakling sem þennan en það var mjög hressandi. Ég elska að hitta nýtt og spennandi fólk sem hefur ástríðu fyrir því sem það gerir og það er nákvæmlega það sem gærkvöldið snérist um. 

 

Þökk sé þeim Sillu og Söru, eigendum Reykjavík Makeup Schoolvarð námskeiðið að veruleika en þær hafa báðar farið út til Bandaríkjanna til að sækja námskeið hjá Karen. Silla fór í einkatíma til hennar fyrr á árinu úti í Los Angeles og spjallaði við Karen um að koma til Íslands og halda námskeið. Karen var svo spennt fyrir því að koma til Íslans og halda hér námskeið að um leið og hún hafði sagt já fóru Silla og Sara í að koma hjólunum af stað.

Yfir eitt hundrað stelpur mættu á námskeiðið í gær og voru allir í skýjunum með Karen, enda er hún með yfir 1,7 milljón fylgjendur á instagram sem sýnir hversu eftirsóttur förðunarfræðingur hún er um allan heim. 

makeup - 2 of 12

Ég, Silla, Karen og Sara. 

makeup - 3 of 12

makeup - 4 of 12

makeup - 5 of 12

Allir á námskeiðinu fengu vel útlátinn "goodie bag" með frábærum vörum og afsláttarmiðum. 

makeup - 12 of 12

makeup - 11 of 12

makeup - 6 of 12

Fyrsta förðun kvöldsins búin og allir kepptust um að taka myndir af Tönju ýr sem var eitt af  förðunarmódelum kvöldsins.  

makeup - 7 of 12

makeup - 10 of 12

makeup - 9 of 12

Seinni förðun kvöldsins einkenndist af dökkum augum og tækni við að skyggja andlitið (contouring) á skemmtilegan hátt. Þó svo að þetta líti mjög dramatískt út þá kom förðunin mjög vel út þegar Karen var búin að blanda saman litunum og mýkja allar línur. 

Þangað til næst :)

www.theodoramjoll.com

Instagram @theodoramjoll

Facebook


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband