Förðunarnámskeið með I L U V S A R A H I I

 

 

makeup - 1 of 12 

í gær fór ég á glæsilegt förðunarnámskeið með hinni einu sönnu Karen Sarahi Gonzales, betur þekkt sem ILUVSARAHII. Karen er frá Los Angeles og vinnur þar sem förðunarfræðingur fyrir sjónvarp, kvikmyndir, tísku, brúðkaup og sjónvarpsstöðina E!. Hún er brjálæðislega fyndin týpa, með mikinn húmor fyrir sjálfri sér og öðrum. Það er ekki oft sem maður hittir einstakling sem þennan en það var mjög hressandi. Ég elska að hitta nýtt og spennandi fólk sem hefur ástríðu fyrir því sem það gerir og það er nákvæmlega það sem gærkvöldið snérist um. 

 

Þökk sé þeim Sillu og Söru, eigendum Reykjavík Makeup Schoolvarð námskeiðið að veruleika en þær hafa báðar farið út til Bandaríkjanna til að sækja námskeið hjá Karen. Silla fór í einkatíma til hennar fyrr á árinu úti í Los Angeles og spjallaði við Karen um að koma til Íslands og halda námskeið. Karen var svo spennt fyrir því að koma til Íslans og halda hér námskeið að um leið og hún hafði sagt já fóru Silla og Sara í að koma hjólunum af stað.

Yfir eitt hundrað stelpur mættu á námskeiðið í gær og voru allir í skýjunum með Karen, enda er hún með yfir 1,7 milljón fylgjendur á instagram sem sýnir hversu eftirsóttur förðunarfræðingur hún er um allan heim. 

makeup - 2 of 12

Ég, Silla, Karen og Sara. 

makeup - 3 of 12

makeup - 4 of 12

makeup - 5 of 12

Allir á námskeiðinu fengu vel útlátinn "goodie bag" með frábærum vörum og afsláttarmiðum. 

makeup - 12 of 12

makeup - 11 of 12

makeup - 6 of 12

Fyrsta förðun kvöldsins búin og allir kepptust um að taka myndir af Tönju ýr sem var eitt af  förðunarmódelum kvöldsins.  

makeup - 7 of 12

makeup - 10 of 12

makeup - 9 of 12

Seinni förðun kvöldsins einkenndist af dökkum augum og tækni við að skyggja andlitið (contouring) á skemmtilegan hátt. Þó svo að þetta líti mjög dramatískt út þá kom förðunin mjög vel út þegar Karen var búin að blanda saman litunum og mýkja allar línur. 

Þangað til næst :)

www.theodoramjoll.com

Instagram @theodoramjoll

Facebook


Grænn & hvítur

DSC01484

Grænn er litur náttúrunnar, friðar, frjósemis og lífs. Hann stendur fyrir vexti, vellíðan og jafnvægi. Það er ótrúlegt hvað ein græn planta getur gert fyrir rými innandyra. Það vekur rýmið til lífs, gefur því og þeim sem í því eru hlýleika og orku.

Ég er einstaklega hrifin af grænum inniplöntum og hef safnað saman um 15-20 plöntum fyrir í litlu íbúðinni minni og er stöðugt að bætast í safnið.... og reyndar minnka líka, vegna þess að þó svo að augu mín og hjarta séu græn, þá er ég ekki með sérstaklega græna fingur. En nú veit ég hvaða plöntur þola vikur af vatnsleysi og hverjar ekki. 

Ég man eftir því að amma átti gríðarlegt samansafn inniplantna og lengi vel skildi ég ekki hvernig hún nennti þessu. Mér fannst plönturnar skyggja á húsgögn og aðrar mublur heimilis hennar. Sem betur fer hef ég þroskast og held því vonandi áfram um ókomna tíð, hugur minn hefur opnast meira og meira í gegn um árin, óskiljanleiki hefur fengið að víkja fyrir aðdáun og skilning á áhugamáli ömmu gömlu. 

DSC01449

Veggvasinn hér fyrir ofan er einn af mínum uppáhalds hlutum heimilisins. Hann er frá Postulína og ég gæti hugsað mér að eiga nokkra í viðbót og hengja þá upp á vegg í beinni röð með sitthvoru blóminu. 

DSC01468

DSC01473

DSC01458

DSC01489

Monstera deliciosa, plantan hér að ofan, er og hefur verið gríðalega vinsæl meðal innanhúss bloggara víðsvegar um heim. Ástæðurnar eru eflaust margar en ástæðan fyrir hrifningu minni er sú að plantan gefur heimilinu skemmtilegan suðrænan anda með einfaldleika sínum og formi laufblaðanna. 

Eigið yndislega helgi!

www.theodoramjoll.com

instagram: @theodoramjoll

Facebook


Enchanted Forest; Litabók fyrir fullorðna

DSC01071


Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að litabækur fyrir fullorðna eru mjög vinsælar þessa dagana. Ég er persónulega mjög hrifin af litabókum og það er gaman að geta setið við hliðina á litla stráknum mínum og litað mynd af fallegri kanínu eða fjöðrum í stað ofurhetju eða Dóru landkönnuð. Að lita í litabók tekur mann aftur í tímann þar sem lítið annað kemst fyrir en að lita ekki út fyrir og velja litasamsetningar á fallega mynskreyttar blaðsíður litabókarinnar.

Enchanted Forest er ævintýraleg litabók eftir Johanna Basford og er hún algjört augnakonfekt og einsaklega hjálpsöm fyrir sveimhuga eins og mig sjálfa. 

Litabækur eru fullkomnar í hlutverk stafrænnar hreinsunar. Að lita í litabók hjálpar til við að róa hugann og fá betri yfirsýn yfir hugsanir líðandi stundar, æfir þolinmæðina og samvinnu/samhæfingu hugar og handar. 

Þegar hugsanir mínar eiga það til að verða of margar rekast þær reglulega á hvora aðra með þeim afleiðingum að þær blandast saman í einn mjög misheppnaðan graut, þá tek ég einfaldlega upp litabókina og lita þar til ég finn ró. Það svínvirkar. Það virkar meira að segja það vel að ég hef fengið margar góðar hugmyndir á meðan ég lita því ég næ að tæma hugann og finna miðjuna. 

DSC01076

DSC01079

 

DSC01079

 

DSC01088

 

DSC01105

 

DSC01111

DSC01124

 

DSC01130

 

DSC01132

 

DSC01135

 

Fyrir sveimhuga landsins mæli ég með eintaki af litabók fyrir fullorðna.

www.theodoramjoll.com

Theodóra Mjöll á Facebook.

Instagram @THEODORAMJOLL

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband